Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđu stettarfelag.is. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
 
 
Aldan stéttarfélag Verslunarmannafélag Skagfirðinga

 

  

 


Virk_logo_f.jpg

 

 

asi-ung.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI
Borgarmýri 1
550 Sauðárkrókur
Sími 453 5433

Netföng
toti hjá stettarfelag.is
bjarki hjá stettarfelag.is
arna hjá stettarfelag.is
 


 

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá kl. 8:00 -16:00
Opið í hádeginu.

 

Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að almenn leikskólagjöld, 8 tímar með fæði, hækka mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 11% en sömu gjöld lækka um 3,7% í Mosfellsbæ. Í 10 af þeim 15 sveitarfélögum sem úttektin nær til hækka gjöldin um 2,4%-3,1%. Níundi tíminn hækkar mest í Hafnarfirði, um 98% eða 5.455 kr. og hækka gjöld fyrir 9 tíma vistun m. fæði í Hafnarfirði því um 16,6% eða um 6.488 kr. á mánuði. Níundi klukkutíminn lækkar mest í Mosfellsbæ, um 5%.

53% munur er á hæstu og lægstu almennu leikskólagjöldunum, 8 tímum með fæði, eða sem nemur 14.372 kr. á mánuði eða 143.720 kr. á ári miðað við 10 mánaða vistun. Lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg en þau hæstu hjá Garðabæ. Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg.  Almenn gjöld, 9 tíma vistun m. fæði, eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Fyrir forgangshópa eru gjöldin lægst í Reykjavík en hæst í Kópavogi.
Munur á hæstu og lægstu samanlögðum leikskólagjöldum fyrir fjölskyldur með tvö börn er 81% eða 31.312 kr. á mánuði sem gerir 313.120 kr. á ári sé miðað við 10 mánaða vistun. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin bæði fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla og þær sem eru með þrjú börn. Ísafjarðarbær er með hæstu leikskólagjöldin fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla en Borgarbyggð hæstu gjöldin fyrir þrjú börn. 

Smelltu hér til að skoða betur á heimasíðu ASÍ


Almenn leikskólagjöld, 8 tímar með fæði hækka mest á Seltjarnarnesi en lækka mest í Mosfellsbæ
Mest hækkuðu almenn leikskólagjöld, 8 tímar m. fæði hjá Seltjarnarnesbæ, 11,1% sem má rekja til 2,6% hækkunar á dvalargjöldum og 31,6% hækkunar á fæðisgjaldi. Hækkunin nemur 3.234 kr. á mánuði. Næst mest hækka sömu gjöld hjá Akraneskaupsstað eða um 4,7% sem má rekja til 2,5% hækkunar á dvalargjöldum auk 11,7% hækkunar á fæðisgjaldi. Mest lækkuðu almenn leikskólagjöld, 8 tímar m. fæði í Mosfellsbæ eða um 3,7% sem má rekja til 5% lækkunar á dvalargjöldum. Næst mest lækka 8 tímar með fæði í Fjarðabyggð, 2% en lækkunin er tilkomin vegna 18,2% lækkunar á fæðisgjaldi en dvalargjöld hækkuðu um 2,4%. Gjöldin stóðu í stað milli ára hjá Vestmanneyjabæ. 
Leikskólagjöld fyrir forgangshópa, 8 tímar með fæði, hækka einnig mest milli ára hjá Seltjarnarnesbæ, 14,5% og næst mest hjá Akraneskaupsstað, um 5,5%. Sömu gjöld lækka mest hjá Fjarðabyggð, 3,4% og næst mest hjá Mosfellsbæ, 3,1%. 

Níundi tíminn hækkar um 98% í Hafnarfirði
Níundi klukkutíminn í dagvistun er dýrari en gjald fyrir fyrstu 8 klukkustundirnar í flestum sveitarfélögum og geta heildarleikskólagjöld því hækkað töluvert ef níunda tímanum er bætt við. Mest hækkaði níundi tíminn í Hafnarfirði, 98% og fer úr 5.558 kr. í 11.013 kr. sem skilar sér í 16,6% hækkun á 9 tíma vistun með fæði. Hluta hækkunarinnar má rekja til 2,7% hækkunar á almennu dvalargjaldi og 4,2% hækkunar á fæðisgjaldi. Verð fyrir níunda tímann lækkaði um 5% í Mosfellsbæ en stóð í stað í Vestmannaeyjum.
Á eftir Hafnarfjarðarbæ hækkaði 9 tíma vistun mest hjá Seltjarnarnesbæ, 9,6%. Sömu gjöld lækkuðu um 3,8% í Mosfellsbæ og um 1,3% í Fjarðabyggð. Svipaðar breytingar voru á gjöldum fyrir 9 tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

Lægstu almennu leikskólagjöldin í Reykjavík en þau hæstu í Garðabæ
Almenn leikskólagjöld, 8 tímar með fæði, eru lægst hjá Reykjavíkurborg, 27.255 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 30.138 kr. Þriðju lægstu gjöldin eru hjá Seltjarnarnesbæ, 32.286 kr. Garðabær er með hæstu gjöldin f. 8 tíma vistun með fæði, 41.627 kr. og Akraneskaupstaður næst hæstu gjöldin, 41.066 kr. 53% munur er á hæstu og lægstu gjöldum fyrir 8 tíma með fæði eða 14.372 kr. á mánuði.

Leikskólagjöld fyrir forgangshópa hæst í Reykjanesbæ en lægst í Reykjavík
Lægstu leikskólagjöldin fyrir forgangshópa, 8 tíma vistun m. fæði, eru einnig hjá Reykjavíkurborg, 18.111 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 21.463 kr. Hæstu gjöldin fyrir forgangshópa eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 30.778 kr. og næst hæstu gjöldin hjá Reykjanesbæ, 30.502 kr. 

Almenn leikskólagjöld hækka um 45% í Kópavogi við að bæta 9. tímanum við og um 40% í Reykjavík
Níundi tíminn er töluvert dýrari í mörgum sveitarfélögunum en tímagjald á hverja klukkustund fyrstu 8 tímana og þegar níundi tímanum er bætt við verður nokkur breyting á hvar hæstu og lægstu gjöldin eru. Almenn leikskólagjöld, 9 tíma vistun m. fæði, eru t.d. 45% hærri en 8 tíma vistun m. fæði í Kópavogi. Kópavogur fer þannig úr því að vera með fimmtu lægstu gjöldin fyrir 8 tíma vistun yfir í að vera með önnur hæstu gjöldin fyrir 9 tíma vistun. Almenn leikskólagjöld, 9 tímar með fæði, eru þó hæst í Garðabæ, 50.003 kr.  Mosfellsbær skákar Reykjavíkurborg og er með lægstu gjöldin þegar níunda tímanum er bætt við og kostar 9 tíma vistun m. fæði 34.205 kr. í Mosfellsbæ. Næst lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg, 38.052 kr. og eru þau 40% hærri en almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma hjá borginni.

Gjöld fyrir 9 tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík, 22.576 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 23.903 kr.  Næst hæst eru gjöld fyrir 9 tíma vistun m. fæði fyrir forgangshópa hjá Sveitarfélaginu Árborg, 35.450 kr. og litlu lægri eru þau í Vestmanneyjabæ, 35.022 kr. 

Leikskólagjöld fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla lægst hjá Reykjavíkurborg en hæst hjá Ísafjarðarbæ og Borgarbyggð
Systkinaafslættir geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna til leikskóla ef fjölskyldur eru með fleiri en eitt barn. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% fyrir þriðja barn. 
Þegar afslættirnir eru reiknaðir má sjá að lægstu leikskólagjöld fyrir tvö börn í 8 tíma dagvistun með fæði eru hjá Reykjavíkurborg, 38.886 kr. og þau næst lægstu hjá Mosfellsbæ, 49.432 kr. Hæst eru gjöldin hjá Ísafjarðarbæ, 70.198 kr. en næst hæst hjá Akraneskaupsstað, 66.884 kr. Munur á hæstu og lægstu gjöldum, 8 tímum með fæði, fyrir tvö börn er því 81% eða sem nemur 31.312 kr. á mánuði. 

Leikskólagjöld fyrir fólk með þrjú börn í 8 tíma vistun og fæði eru einnig lægst í Reykjavík, 50.517 kr. en hæstu gjöldin eru í Borgarbyggð, 85.078 kr. Munur á hæstu og lægstu leikskólagjöldum sveitarfélaganna fyrir fólk með þrjú börn er því 68% eða 34.561 kr. á mánuði sem gerir 345.610 kr. á á ári miðað við 10 mánaða vistun.

Um úttektina: Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla, á tímagjöldum og fæðisgjöldum hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2020 til 1. janúar 2021. Múlaþing er ekki með í úttektinni en vegna atburða á Seyðisfirði og nýtilkominnar sameiningar nokkurra sveitarfélaga hafa gjaldskrár ekki enn verið kláraðar. Óheimilt er að vitna í úttektina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

 

Til baka

 
Tilkynningar til félagsmanna

29. október 2020
Við viljum hvetja félagsmenn Öldunnar til að kynna sér námskeið sem nú er boðið upp á en um er að ræða vefnámskeið sem eru að fullu greidd af starfsmenntasjóðum félagsins. » MEIRA
Fréttir frá feykir.is

Veðrið var orðið skaplegt í Hjaltadalnum nú um miðjan dag. Myndirnar í myndasyrpunni eru frá því í g…

Veður hefur verið með versta móti í Skagafirði síðustu daga þó ekki hafi það náð hæðum óveðranna sem dundu yfir síðasta vetur. Heldur hefur nú dregið úr vindi og ofankomu en veður hefur verið vont nánast alla vikuna þó færð hafi fyrst farið að spillast á miðvikudag. Nokkur snjóflóð hafa fallið Norðanlands og var þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði til dæmis lokað þar sem flóð hafa fallið á hann og þá féll flóð fyrir ofan bæinn Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Það flóð féll að líkindum í gærmorgun eða í fyrrinótt.

>Dóra við eitt málverka sinna. Aðsendar myndir.

Dóra Sigurðardóttir, handverkskona og listamaður sem býr ásamt manni sínum í Vatnsdalshólum í Vatnsdal sagði lesendum Feykis frá því sem hún hefur helst verið að sýsla við í höndunum í 38. tbl. Feykis árið 21018. Dóra hefur lagt stund á margs konar handverk um dagana en þó er það málaralistin sem er henni hugleiknust og m.a. selur hún listilega skreytt kerti sem hún hannar og málar munstrin á.

>Valdimar Guðmannsson kampakátur. MYND AF FB

Húnahornið segir frá því að lesendur miðilsins hafi valið Valdimar Guðmannsson sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2020. Valdimar hefur unnið mikið og óeigingjarna starf fyrir kirkjugarðinn á Blönduósi og verið jákvæður og hvetjandi á margan hátt fyrir samfélagið sitt. Hann hefur meðal annars staðið fyrir vinsælum kótelettukvöldum á Blönduósi, stutt samfélagsverkefni á svæðinu og verið óþreytandi að tala jákvætt um allt sem húnvetnskt er.

>Matgæðingarnir Guðmann og Ósk. Aðsend mynd.

Matgæðingar 38. tölublaðs Feykis árið 2018 voru Ósk Jóhannesdóttir og Guðmann Valdimarsson, búsett á Blönduósi en Guðmann er Blönduósingur að upplagi og Ósk er fædd og uppalin á Akureyri. Guðmann vinnur hjá Rafmagsverkstæðinu Átak en Ósk er heimavinnandi ásamt því að vinna með fötluðum. Þau eiga tvö börn, Valdimar Loga og Stefaníu Björgu.

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI - Borgarmýri 1 - 550 Sauðárkrókur - sími 453 5433 - netfang: skrifstofa@stettarfelag.is  - www.stettarfelag.is