Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđu stettarfelag.is. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
 
 
Aldan stéttarfélag Verslunarmannafélag Skagfirðinga

 

  

 


 


Virk_logo_f.jpg

 

 

asi-ung.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI
Borgarmýri 1
550 Sauðárkrókur
Sími 453 5433

Netföng
toti hjá stettarfelag.is
bjarki hjá stettarfelag.is
arna hjá stettarfelag.is
 


 

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá kl. 8:00 -16:00
Opið í hádeginu.

 

Mest brotið á erlendu launfólki

– hæstu kröfurnar í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð

Undanfarin ár hefur verið hraður vöxtur í efnahagslífinu á Íslandi. Ný rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, bendir til að samhliða þessari þróun hafi jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Stéttarfélög fá inn á borð til sín fleiri og alvarlegri mál en áður tengd launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum. Brotin virðast einkum beinast gegn hópum sem síður þekkja rétt sinn, þ.e. erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Við þessum brotum eru í dag engin viðurlög sem Alþýðusambandið telur algerlega óásættanlegt.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi:

•    Launakröfur vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota hlaupa á hundruðum milljóna króna á ári.
•    Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu 768 launakröfur árið 2018 upp á samtals 450 milljónir króna og nam miðgildi
     kröfuupphæðar 262.534 kr.
•    Meira en helmingur allra krafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna. Um
     19% launafólks á íslenskum vinnumarkaði er af erlendum uppruna.
•    Um helmingur allra krafna kemur úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á
      fyrirtæki í mannvirkjagerð.
•    Niðurstöður spurningakönnunar Gallup eru í takt við launakröfur stéttarfélaga og benda til þess að 
     brotastarfsemi beinist fremur gegn erlendu launafólki og yngra fólki, með lægri tekjur og í óreglulegu
     ráðningarsambandi og hlutastörfum.
•    Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum,  
     álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum.
•    Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi  
     nærri óþekkt.

Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil.

•    Bæta þarf löggjöf og regluverk. Lögbinda verður hörð viðurlög og sektargreiðslur vegna launaþjófnaðar og
     annarra brota gegn launafólki
•    Efla þarf upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Bæta með
     kerfisbundnum hætti samstarf og samvinnu stjórnvaldsstofnana og aðila vinnumarkaðarins með samræmdri
     og öflugri upplýsingamiðlun.
•    Stuðningur við brotaþola. Tryggja verður að þeir einstaklingar sem brotið er á sæki rétt sinn með stuðningi
     verkalýðshreyfingarinnar og samfélagsins alls og þeir njóti öryggis og skjóls.

Í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 2019 gaf ríkisstjórn Íslands fyrirheit um að gripið verði til fjölmargra aðgerða gegn launaþjófnaði og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Fyrirheit sem byggja á kröfum og áherslum verkalýðshreyfingarinnar. Fyrir liggur aðgerðaáætlun en verkefnið nú er að fylgja yfirlýsingunni eftir og hrinda að fullu í framkvæmd á næstu mánuðum þannig að stigin verði markviss og afgerandi skref til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði.

ÍSLENSKUR VINNUMARKAÐUR 2019 - Erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði (skýrslan í heild sinni)

 

Til baka

 
Tilkynningar til félagsmanna

10. júlí 2020
er til 15.júlí. Gögn og umsóknir sem berast eftir það verða afgreiddar í ágústlok. » MEIRA
Fréttir frá feykir.is

>

Föstudaginn 17. júlí kl. 17:00 verður opnuð sýning á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Nafli jarðar gefur að líta 127 málverk sem fengin eru að láni hjá ættingjum og vinum listamannsins.

>

Úr aukaúthlutun sem Safnasjóður úthlutaði á dögunum fengu söfn á Norðurlandi vestra alls 9,5 milljónir króna til ýmissa verkefna. Alls var úthlutað 217.367.000 kr. úr sjóðnum: 111 styrkir úr aðalúthlutun safnasjóðs, 13 öndvegisstyrkir og 37 verkefni fengu flýtta aukaúthlutun 2020. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hlaut hæsta einstaka styrk safna á Norðurlandi vestra.

> Sigurður Ingi á fjöllum. Mynd: stjornarradid.is

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti 12. júní síðastliðinn samning við Neyðarlínuna um lagningu ljósleiðara milli Hveravalla og Blöndudals. Að því verkefni loknu kemst á önnur ljósleiðaratenging milli Suðurlands og Norðurlands um hálendið, sem bætir bæði öryggi og afkastagetu fjarskipta á leið strengsins sem og grunnkerfis fjarskipta hér á landi.

Benni eftir að hafa skorað sigurmarkið í leiknum. MYNDIR: ÓAB

Það var boðið upp á úrvals skemmtun og háspennuleik á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls og Sindra mættust á teppinu. Stólarnir byrjuðu leikinn vel og komust í 2-0 snemma en gestirnir minnkuðu muninn fyrir hlé. Þeir komust síðan yfir en lið Tindastóls girti sig í brók, skipti um gír og snéri leiknum sér í vil áður en yfir lauk. Niðurstaðan því mikilvægur 4-3 sigur og liðið er í þriðja sæti 3. deildar þegar fimm umferðum er lokið.

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI - Borgarmýri 1 - 550 Sauðárkrókur - sími 453 5433 - netfang: skrifstofa@stettarfelag.is  - www.stettarfelag.is