Orlofsmál
Félagið á og rekur ásamt Öldunni og Iðnsveinafélagi Skagafjarðar tvær íbúðir í Reykjavík.
Báðar íbúðirnar eru í Sóltúni 30 í Reykjavík. Útleiga á þessum íbúðum er sameiginleg og fer fram hjá skrifstofu stéttarfélaganna að Borgarmýri 1. Síminn þar er 453 5433.
Leiguverð er 10.000 krónur fyrir staka nótt . Ef leigðar eru tvær eða fleiri nætur lækkar verðið um 2.000 kr. en innifalið í leiguverði er leiga á líni. Helgarleigan er alltaf þrjár nætur, þ.e. frá föstudegi til hádegis á mánudag og kostar hún 20.000 kr. Vikuleiga eða 7 nætur kostar 38.000 krónur.
Þá eiga Aldan og Verslunarmannafélagið orlofshús við Víðilund í Varmahlíð og er það til útleigu allan ársins hring. Bókanir fara fram á skrifstofu stéttarfélaganna.
Hótelgisting í Reykjavík:
Félagið er einnig með samning við íbúðahótelið Icelandic Apartments í Urðarhvarfi 4, Kópavogi þar sem boðið upp á gistingu í fallegum, rúmgóðum og vel útbúnum stúdíóíbúðum. Rúmföt og handklæði fylgja og eru rúmin uppábúin við komuna. Baðherbergi eru öll með sturtu og eldunaraðstaða er í öllum íbúðum ásamt ísskáp, áhöldum og leirtaui. Frí nettenging er innifalin, sem og aðgangur að sjónvarpsrásum, auk þess sem þvottaaðstaða er til staðar á hótelinu með þvottavélum og þurrkurum. Lyfta er í húsinu, aðgengi er gott og frí bílastæði eru fyrir framan húsið.
Mæting er eftir kl.15:00 á komudegi og skila þarf herbergi fyrir kl.12:00 á brottfarardegi.
Til að panta gistingu á hótelinu má senda tölvupóst á netfangið info@icelandicapartments.com eða hringja í síma 575 0900 á milli kl. 9 og 17 virka daga þar sem svarað er á íslensku.
Gefa þarf upp nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og fjölda við bókun og taka fram að um félagsmann sé að ræða.
Verð fyrir félagsmenn:
13.900 kr. nóttin fyrir einn eða tvo,
14.900 kr. nóttin fyrir þrjá
15.900 kr. nóttin fyrir fjóra
Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu.
Félagið niðurgreiðir svo kostnaðinn enn frekar við framvísun reiknings á nafni félagsmanns.
Önnur hótelgisting:
Þá er hægt að framvísa reikningi fyrir hótelgistingu hvar sem er á landinu, og fá 4.000 kr. endurgreiddar fyrir hverja nótt.
Hámark endurgreiðslu á ári vegna hótelgistingar (þar með talið endurgreiðsla vegna gistingar á Icelandic Apartments og Hótel Íslandi) er 65.000 krónur á ári.
Reikningur skal vera stílaður á félagsmanninn.
Sækja skal um orlofsstyrk á þar til gerðu eyðublaði.
Orlofsstyrkur:
Félagsmenn geta sótt um styrk vegna orlofs innanlands og erlendis.
Styrkur þessi gildir vegna gistingar á t.d. hótelum, orlofshúsum og leigu á fellihýsum allt árið um kring.
Styrkurinn gildir ekki vegna gistingar í íbúðum eða orlofshúsi félagsins, né vegna gistingar á þeim hótelum og gistiheimilum sem félagið er með samninga við.
Styrkupphæð er að hámarki kr. 25.000 en þó aldrei hærri upphæð en sem nemur framlögðum reikningi.
Reikningur skal vera stílaður á félagsmanninn.
Sækja skal um orlofsstyrk á þar til gerðu eyðublaði .
Starfsfólk skrifstofu stéttarfélaganna veitir allar nánari upplýsingar
í síma 453 5433.
Til baka
|