Um félagið
Tvö verslunarmannafélög störfuðu í Skagafirði fyrr á öldinni. Verslunarmannafélag Skagafjarðar það sem nú starfar var stofnað 9. júní 1958 og gekk í LÍV í febrúarmánuði 1959. Félagssvæðið er Skagafjarðarsýsla. Félagið tók þátt í vinnustöðvunum verslunarmanna á árunum 1963,1972 og 1988.
Þing LÍV var haldið á Sauðárkróki 2. - 5. maí 1963.
Engin regluleg fréttabréf hafa verið gefin út en seinni ár hefur verið sent dreifibréf til félaga a.m.k. tvisvar á ári.
Eftirtaldir menn hafa gegnt formennsku í félaginu:
Guðmundur Ó. Guðmundsson 1958-1959,
Árni M. Jónsson 1959-1960,
Ingimar Bogason 1960-1966,
Friðrik Guðmundsson 1966-1967,
Arnór Sigurðsson 1967-1969,
Þórarinn Guðmundsson 1969-1971,
Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson 1971-1972,
Guðmundur Ó. Guðmundsson 1972-1973,
Árni M. Jónsson 1973-1985,
Ólafur Jóhannsson 1985-1987,
Árni Egilsson 1987-1988,
Matthildur Sveinsdóttir 1988-1989,
Helga Haraldsdóttir 1989-1993,
Hjörtur Geirmundsson frá 1993.
Skrifstofa Verslunarmannafélags Skagafjarðar er í Borgarmýri 1 á Sauðárkróki.

Til baka
|