Gagnlegar upplýsingar fyrir atvinnurekendur

Kennitala Öldunnar stéttarfélags er
560169 - 1169
Stéttarfélagsnúmer er 126
Iðgjöld skal greiða inn á reikning
0161 - 26 - 5600
Skilagreinar má senda á netfangið arna@stettarfelag.is eða á skrifstofu félagsins í Borgarmýri 1, 550 Sauðárkróki.
Félagsgjald er 1%
Sjúkrasjóðsgjald er 1%
Orlofssjóðsgjald er 0,25%
Fræðslusjóðsgjald er 0,30%
Í 1. grein laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, segir:
1. gr. [Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.]1)
Í sjöttu og sjöundu grein sömu laga segir:
6. gr. Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga iðgjöld þau, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni, og samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina.
Atvinnurekanda er skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina.
7. gr. [Verði dráttur á greiðslu iðgjalda samkvæmt lögum þessum skal skuldari greiða dráttarvexti af skuldinni frá gjalddaga samkvæmt lögum um vexti.]1)
Í tenglunum til vinstri er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og eyðublöð fyrir atvinnurekendur.
|