Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđu stettarfelag.is. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
 
 
Aldan stéttarfélag Verslunarmannafélag Skagfirðinga

 

 

 

 

vertu á verði hnappur

 

Virk_logo_f.jpg

 

asi-ung.jpg

 

 

 

 

 

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI
Borgarmýri 1
550 Sauðárkrókur
Sími 453 5433

Netföng
toti hjá stettarfelag.is
bjarki hjá stettarfelag.is
arna hjá stettarfelag.is
steinunn hjá stettarfelag.is


 

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá kl. 8:00 -16:00
Opið í hádeginu.

 

Misréttið komið að þolmörkum

Í upphafi vikunnar var ég fulltrúi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) á samráðsvettvangi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Þar hafði hreyfingin möguleika á að ræða milliliðalaust við þá sem stýra þessum stofnunum. Áherslan í þeim samtölum, af okkar hálfu, var á gæði starfa, jöfnuð og jafnrétti og sáttmála um félagslega vernd. Svo virðist sem þessar alþjóðastofnanir séu að gera sér grein fyrir að jöfnuður sé lykilatriði í að koma á og viðhalda friði, hvort sem er innan ríkja eða á milli þeirra. Þá þarf að vinda ofan af þeirri stefnu að fjölgun starfa sé nauðsyn í sjálfu sér án þess að vinnuvernd, félagslegt réttlæti og sæmileg laun séu einnig í pakkanum.

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er svo farinn að leggja til hátekjuskatt til að auka jöfnuð og jafnvel sameiginlegan fjármagnsflutningaskatt til að stemma stigu við skattaundanskotum hljóta stjórnvöld um allan heim að hlusta enda hefur sjóðurinn hingað til ekki verið þekktur fyrir að vilja skattleggja þá auðugu sérstaklega. Þessi stefnubreyting er til marks um að flestir gera sér nú grein fyrir að misrétti í heiminum er komið að þolmörkum. Það er bókstaflega lífsnauðsynlegt fyrir lýðræði og frið í heiminum að vinda ofan af misréttinu. Það mun svo koma í ljós hvort áherslur verkalýðshreyfingarinnar skili sér í stefnu og aðgerðum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Af innlendum vettvangi er það að frétta að aðildarfélög ASÍ hamast við að ná samningum við Samtök atvinnulífsins og samtal við stjórnvöld er enn í gangi. Ljóst er þó að ef ekki á að koma til harðra átaka er naumur tími til stefnu enda hefjast aðgerðir á ný í næstu viku.

Í dag kom út svört skýrsla um Ísland frá sérfræðingahópi Evrópuráðsins um mansalsmál. Það kom ekki á óvart að skýrslan væri svört og tillögurnar eru allar í samræmi við þær tillögur sem helstu sérfræðingar í málaflokknum hafa barist fyrir síðustu ár. Nýs dómsmálaráherra bíða þau brýnu verkefni að koma á samræmingarteymi, gera aðgerðaráætlun, breyta lögum er varða mansal, auka yfirsýn og fræðslu um málaflokkinn. Það þarf að lyfta grettistaki í þessum málum, ekki síðar en í gær.

Til að enda á jákvæðum nótum þá má öðlast trú á bjarta framtíð með því að gera sér ferð í Laugardalshöllina í dag og á morgun en þar fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina þar sem keppt er í fjölmörgum greinum af metnaði og fagmennsku.

Góða helgi,
Drífa

Til baka

 
Tilkynningar til félagsmanna

Engar tilkynningar
Fréttir frá feykir.is

>

Áætlað er að vígja nýju lyftuna á skíðasvæði Tindastóls á morgun, laugardaginn 23. mars kl. 11:30, en skíðasvæðið verður opið frá kl. 10-16. Nú geisar óveður á Norðurlandi en samkvæmt spá Veðurstofunnar dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt og kólnar. Sunnan 5-10 á morgun, stöku él og hiti rétt yfir frostmarki.

Reiknað er með að lægðin valdi norðan- og norðaustan stormi eða roki og blindhríð fyrir norðan og au…

Veður fer nú versnandi víða um landið og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og fram á nótt. Veðrinu veldur kröpp og óvenjudjúp lægð sem er á ferðinni suður og austur af landinu. Reiknað er með að hún valdi norðan- og norðaustan stormi eða roki og blindhríð fyrir norðan og austan og líklega einhverjum samgöngutruflunum, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

>Klara Helgadóttir formaður UMSS 
með viðurkenninguna góðu, Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mynd: UMSS.

Á 99. ársþingi UMSS sem haldið var í Húsi frítímans síðastliðinn þriðjudag, 19. mars, veitti Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Ungmennasambandi Skagafjarðar viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, en það er annað héraðssambandið sem hlýtur þessa viðurkenningu á landinu.

Frá fundinum á Hvammstanga. Aðsendar myndir.

Rauðakrossdeildin í Húnavatnssýslu hélt tvo vel sótta fundi nú í vikunni. Var sá fyrri haldinn á Blönduósi mánudaginn 18. mars og sá síðari á Hvammstanga þriðjudaginn 19. mars. Eru fundirnir hluti af undirbúningi á móttöku nær 50 sýrlenskra flóttamanna sem áætlað er að komi til Blönduóss og Hvammstanga byrjun maí.

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI - Borgarmýri 1 - 550 Sauðárkrókur - sími 453 5433 - netfang: skrifstofa@stettarfelag.is  - www.stettarfelag.is