Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđu stettarfelag.is. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
 
 
Aldan stéttarfélag Verslunarmannafélag Skagfirðinga


 


 


Virk_logo_f.jpg

 

 

asi-ung.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI
Borgarmýri 1
550 Sauðárkrókur
Sími 453 5433

Netföng
toti hjá stettarfelag.is
bjarki hjá stettarfelag.is
arna hjá stettarfelag.is
steinunn hjá stettarfelag.is


 

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá kl. 8:00 -16:00
Opið í hádeginu.

 

Misréttið komið að þolmörkum

Í upphafi vikunnar var ég fulltrúi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) á samráðsvettvangi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Þar hafði hreyfingin möguleika á að ræða milliliðalaust við þá sem stýra þessum stofnunum. Áherslan í þeim samtölum, af okkar hálfu, var á gæði starfa, jöfnuð og jafnrétti og sáttmála um félagslega vernd. Svo virðist sem þessar alþjóðastofnanir séu að gera sér grein fyrir að jöfnuður sé lykilatriði í að koma á og viðhalda friði, hvort sem er innan ríkja eða á milli þeirra. Þá þarf að vinda ofan af þeirri stefnu að fjölgun starfa sé nauðsyn í sjálfu sér án þess að vinnuvernd, félagslegt réttlæti og sæmileg laun séu einnig í pakkanum.

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er svo farinn að leggja til hátekjuskatt til að auka jöfnuð og jafnvel sameiginlegan fjármagnsflutningaskatt til að stemma stigu við skattaundanskotum hljóta stjórnvöld um allan heim að hlusta enda hefur sjóðurinn hingað til ekki verið þekktur fyrir að vilja skattleggja þá auðugu sérstaklega. Þessi stefnubreyting er til marks um að flestir gera sér nú grein fyrir að misrétti í heiminum er komið að þolmörkum. Það er bókstaflega lífsnauðsynlegt fyrir lýðræði og frið í heiminum að vinda ofan af misréttinu. Það mun svo koma í ljós hvort áherslur verkalýðshreyfingarinnar skili sér í stefnu og aðgerðum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Af innlendum vettvangi er það að frétta að aðildarfélög ASÍ hamast við að ná samningum við Samtök atvinnulífsins og samtal við stjórnvöld er enn í gangi. Ljóst er þó að ef ekki á að koma til harðra átaka er naumur tími til stefnu enda hefjast aðgerðir á ný í næstu viku.

Í dag kom út svört skýrsla um Ísland frá sérfræðingahópi Evrópuráðsins um mansalsmál. Það kom ekki á óvart að skýrslan væri svört og tillögurnar eru allar í samræmi við þær tillögur sem helstu sérfræðingar í málaflokknum hafa barist fyrir síðustu ár. Nýs dómsmálaráherra bíða þau brýnu verkefni að koma á samræmingarteymi, gera aðgerðaráætlun, breyta lögum er varða mansal, auka yfirsýn og fræðslu um málaflokkinn. Það þarf að lyfta grettistaki í þessum málum, ekki síðar en í gær.

Til að enda á jákvæðum nótum þá má öðlast trú á bjarta framtíð með því að gera sér ferð í Laugardalshöllina í dag og á morgun en þar fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina þar sem keppt er í fjölmörgum greinum af metnaði og fagmennsku.

Góða helgi,
Drífa

Til baka

 
Tilkynningar til félagsmanna

17. maí 2019
Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 24.maí. » MEIRA
Fréttir frá feykir.is

Myndin er fengin hjá Markaðsstofu Norðurlands og er tekin á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði.

Arctic Coast Way ? Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum. Í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir allt það starf sem nú þegar hefur verið unnið við að koma Arctic Coast Way af stað, en leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi.

>Frjálsíþróttakapparnir Jóhann Björn og Ísak Óli Mynd af Tindastól.is

Þrír Skagfirðingar munu fara með landsliði Íslands í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikana sem fram fara í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní í sumar. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að í liðinu séu 22 íþróttamenn, þrettán konur og níu karlar. Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ valdi þá Ísak Óli Traustason, sem keppir í 110m grindahlaupi, langstökki og boðhlaupi, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem keppir í 100m og 200m hlaupum og boðhlaupi og svo er Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls í þjálfarateymi liðsins.

Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi

Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mæla fyrir því á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu. Markmið frumvarpsins er að efla lýðræðishlutverk fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.

Vilja byggja fjölda íbúða á Freyjugötureitnum

Hrafnshóll ehf. hefur áhuga á því að byggja allt að 90 íbúðir á Freyjugötureitnum svokallaða á Sauðárkrói, þar sem áður stóðu verkstæði KS. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar sl. föstudag var tekin fyrir umsókn fyrirtækisins um byggingarsvæðið en þar kemur frama að reiknað sé með að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára.

STÉTTARFÉLÖGIN Í SKAGAFIRÐI - Borgarmýri 1 - 550 Sauðárkrókur - sími 453 5433 - netfang: skrifstofa@stettarfelag.is  - www.stettarfelag.is