Velkomin á heimasíđu stettarfelag.is. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Aðalfundur Matvæladeilar Öldunnar verður haldinn í neðri salnum á Kaffi Krók, mánudaginn 18.febrúar kl.16:30 . Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn innan þessarar deildar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Á dögunum fengu Brunavarnir Skagafjarðar afhenta nýja slökkvibifreið og var því fagnað með opnu húsi á slökkvistöðinni á Sæmundargötu á Sauðárkróki fyrr í dag. Var fólki boðið að skoða nýja slökkvibílinn ásamt því að kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins. Að sjálfsögðu var hellt upp á í tilefni dagsins og myndarleg rjómaterta á boðstólum.
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur endurnýjað og uppfært heimasíðu sína, www.skagastrond.is. Á síðunni segir að vefurinn hafi verið uppfærður miðað við þá þróun sem orðið hafi í allri samskiptatækni og sé orðinn snjalltækjavænn. Á vefnum er m.a. að finna ýmsar almennar upplýsingar um sveitarfélagið ásamt upplýsingum um stjórnsýslu, þjónustu og stofnanir þess.
Vefurinn var unnin í samstarfi starfsfólks sveitarfélagsins og fyrirtækisins Stefnu sem sá um vefhönnun og tæknilegar útfærslur.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kunngert hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verði ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fénu verður varið til að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu annars vegar og til að efla og byggja upp geðheilsuteymi um allt land.
Nýlega var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu en auglýst var eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum í janúar sl. Alls bárust 25 umsóknir upp á samanlagt 28 milljónir króna og ákvað stjórnin að veita styrki að upphæð 10.700.000 kr. til 16 aðila. Hæsti styrkurinn, sem nemur 3,3 milljónum króna, kom í hlut Félagsheimilisins á Hvammstanga vegna endurnýjunar og uppfærslu ljósabúnaðar og hljóðkerfis fyrir húsið.