13:07 |
22. feb. 2019 |
Að gefnu tilefni er bent á að samningsumboð Verslunarmannafélags Skagafjarðar er hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna sem í morgun vísaði kjaradeilu sinni gagnvart Samtökum atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Viðræður fara því fram á þeim vettvangi á næstu dögum og vikum eftir atvikum. |
12:57 |
22. feb. 2019 |
Föstudagspistill forseta ASÍAð vera þerna á hóteli er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Lágmarkslaun í dagvinnu fyrir slíkt starf er 300.000 krónur (eftir 6 mánuði). Eftir skatt fær viðkomandi 236.000 krónur í vasann sem dugir ekki fyrir leigu á þriggja herbergja íbúð. |
06:36 |
21. feb. 2019 |
Í mars og apríl mun Farskólinn halda 3 námskeið sem félagið mun bjóða félagsmönnum sínum á, þeim að kostnaðarlausu. Félagsmenn þurfa einungis að skrá sig hjá Farskólanum. |
14:31 |
20. feb. 2019 |
Miðstjórn ASÍ lýsir verulegum vonbrigðum með þau áform um breytingar á skattkerfinu sem fjármálaráðherra kynnti í gær.
|
06:22 |
20. feb. 2019 |
Umsóknarfrestur til 13.marsNú geta félagsmenn okkar sótt um sumardvöl í orlofshúsi félagsins í Varmahlíð.
Athugið að umsókn þarf að berast skrifstofu ekki síðar en 13.mars næstkomandi. |
12:05 |
15. feb. 2019 |
Forsetapistillinn Föstudagspistill forseta ASÍ er að þessu sinni ritaður á Ísafirði þar sem námskeiðið Konur taka af skarið er haldið en þar kennir Drífa Snædal allt sem vert er að vita um verkalýðsbaráttu. |
13:49 |
13. feb. 2019 |
Næstkomandi helgi er laus í orlofshúsinu okkar í Varmahlíð og er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 453 5433. |
10:13 |
12. feb. 2019 |
Mikil umræða hefur skapast um verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í höfuðborgum Norðurlandanna fimm og birti í síðustu viku. Niðurstaðan var ótvíræð. Vörukarfan sem ASÍ setti saman var dýrust á Íslandi svo munaði tugum prósenta. |
12:57 |
08. feb. 2019 |
Pistill Drífu Snædal, forseta ASÍBarátta verkalýðshreyfingarinnar til margra ára gegn félagslegum undirboðum og glæpastarfsemi á vinnumarkaði er ekki úr lausu lofti gripin, segir Drífa Snædal, forseti ASÍ i pistli sínum sem birtist á heimasíðu Alþýðusambands Íslands. |
10:20 |
07. feb. 2019 |
Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að stofna óhagnaðardrifinn samfélagsbanka enda er almenningur langþreyttur á skorti á samkeppni á fjármálamarkaði, miklum kostnaði og háu vaxtastigi hér á landi.
|
10:14 |
07. feb. 2019 |
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. |
09:50 |
04. feb. 2019 |
Alþýðusambandið hefur á undanförnum árum ítrekað gagnrýnt þróun skatt- og tilfærslukerfanna. Ástæðan er einföld, þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa ekki miðað að því að bæta stöðu hinna tekjulægri. |
14:02 |
01. feb. 2019 |
Föstudagspistill forseta ASÍGlæpastarfsemi á vinnumarkaði verður að stöðva. Hún skaðar einstaklinga og samfélagið allt. Við verðum að taka höndum saman og ráðast gegn kennitöluflakki, skilyrða keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum, herða eftirlit með brotastarfsemi og auka vernd fórnarlamba mansals. Þetta snýst um mannréttindi og heill samfélagsins. |
15:06 |
31. jan. 2019 |
Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni. |
09:53 |
28. jan. 2019 |
ASÍ vill róttækar breytingar á skattkerfinu til að létta byrðum af fólki með lágar- og millitekjur, auka jafnrétti og koma á sanngjarnri skattheimtu.
|
15:31 |
25. jan. 2019 |
Föstudagspistill Drífu Snædal, forseta ASÍAð borga skatta er gjaldið fyrir að búa í siðmenntuðu velferðarsamfélagi. Að heimta einföldun á skattkerfinu er oftast dulbúin leið til að koma í veg fyrir jöfnuð segir Drífa Snædal í föstudagspistli sínum. |
09:07 |
24. jan. 2019 |
Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær voru lagðar fram og samþykktar tillögur Efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu. Markmið breytinganna er að létta byrðum af fólki með lágar- og millitekjur, auka jafnrétti og koma á sanngjarnri skattheimtu.
|
15:20 |
22. jan. 2019 |
Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. Að mati hópsins liggur óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á landinu öllu.
|
13:42 |
18. jan. 2019 |
Pistill forseta ASÍÞað er fjölbreytt starf að vera forseti ASÍ og mikil forréttindi að geta beitt sér í stærstu hagsmunamálum almennings frá degi til dags, segir Drífa Snædal í föstudagspistli sínum. |
12:23 |
16. jan. 2019 |
Allt að 53% eða 150.205 kr. verðmunur er á almennum leikskólagjöldum á ári milli sveitarfélaganna miðað við 8 tíma með fæði. Verðmunurinn er enn meiri, 69% eða 131.802 kr. ef sömu leikskólagjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð. |